Ekkert vín á rasistaskemmtistöðum

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. Reuters

Meirihlutinn í borgarstjórn Kaupmannahafnar ákvað í gær að taka vínveitingaleyfi af skemmtistöðum, sem mismuna fólki á grundvelli kynþáttar.

Slík mismunun hefur verið nokkuð áberandi í næturlífi borgarinnar og þessi ákvörðun er liður í að sporna við þeirri þróun.

Fulltrúar Danska þjóðarflokksins voru þeir einu sem voru á móti þessari tillögu, samkvæmt frétt danska dagblaðsins Berlingske Tidende.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert