Gaddafi víki

Barack Obama í Hvíta húsinu í dag.
Barack Obama í Hvíta húsinu í dag. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, krafðist þess í kvöld að Múammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hætti árásum á óbreytta  borgara. Segi Gaddafi ekki af sér muni Bandaríkin grípa til vopna gegn honum.

En Obama sagði jafnframt, að Bandaríkin muni ekki ráðast inn í Líbíu.

Obama sagði í stuttu ávarpi í kvöld, að Hillary Clinton, utanríkisráðherra, muni taka þátt í fundi Vesturveldanna í París á morgun þar sem fjallað verður um aðgerðir gegn Líbíu.  

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi að setja flugbann á Líbíu til að koma í veg fyrir loftárásir hersveita, hliðhollra Gaddaf, á óbreytta borgara. Í dag lýsti Líbíustjórn yfir einhliða vopnhléi í átökum við uppreisnarmenn.

„Enginn ætti að velkjast í vafa um fyrirætlanir Gaddafis vegna þess að hann hefur ekki farið leynt með þær," sagði Obama. „Í gær hótaði hann 700 þúsund íbúum í Benghazi að sýna þeim enga miskunn."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert