Íslamistar grýttu ElBaradei

ElBaradei tók þátt í mótmælum gegn Hosni Mubarak í Kaíró …
ElBaradei tók þátt í mótmælum gegn Hosni Mubarak í Kaíró í janúar.

Hundruð íslamista grýttu Mohamed ElBaradai þegar hann kom á kjörstað í Egyptalandi til að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins.

„Við viljum þig ekki," hrópaði hópurinn að ElBaradei, sem neyddist til að hörfa í bíl sinn og aka á brott. Að minnsta kosti einn steinn lenti á honum. Auk þess var skvett á hann vatni.  

Á eftir gagnrýndi ElBaradei framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsluna harðlega, þar á meðal að engin öryggisgæsla væri við kjörstaði. 

ElBaradei nýtur mikillar alþjóðlegrar virðingar eftir að hann veitti Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni forstöðu um árabil. Hann hefur lýst yfir vilja til að gegna forsetaembætti í Egyptalandi til bráðabirgða en hefur sætt gagnrýni þar í landi fyrir að vera úr tengslum við egypskt þjóðfélag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert