Konur fá ekki að bjóða sig fram

Abdullah konungur Sádi-Arabíu.
Abdullah konungur Sádi-Arabíu. Reuters

Bann við framboði kvenna til opinberra embætta í Sádi-Arabíu verður áfram í gildi. Þetta var tilkynnt í dag, en sveitarstjórnarkosningar verða í landinu í næsta mánuði.

„Við erum ekki tilbúnir fyrir þátttöku kvenna í þessum sveitarstjórnarkosningum,“sagði formaður kjörstjórnar landsins, Abdulrahman al-Dahmash, í dag.

Hann sagði að konum „yrði leyft“ að bjóða sig fram í næstu kosningum.

Ekki er mikil hefð fyrir lýðræðislegum kosningum í landinu, sem er konungsveldi. Fyrstu lýðræðislegu sveitarstjórnarkosningarnar voru haldnar árið 2005 og þá fengu konur hvorki að bjóða sig fram né kjósa.

Abdullah, konungur landsins, hefur lýst því yfir að 100 milljörðum Bandaríkjadollara verði varið til ýmissa umbóta í landinu og varar þegna sína við að mótmæla, en Sádi-Arabar hafa lítið haft sig í frammi við mótmæli.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert