Utanríkisráðherra Líbíu flúinn

Moussa Koussa á blaðamannafundi í Tripoli um miðjan mars.
Moussa Koussa á blaðamannafundi í Tripoli um miðjan mars. Reuters

Moussa Koussa, utanríkisráðherra Líbíu, er flúinn frá heimalandi sínu en hann lenti á Farnborough herflugvellinum á Englandi í kvöld. Þangað kom hann frá Túnis. Er þetta talið mikið áfall fyrir Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu.

Breska utanríkisráðuneytið staðfesti í kvöld, að Koussa væri kominn til Bretlands og hefði sagt þarlendum stjórnvöldum að hann hefði sagt af sér embætti í heimalandi sínu. Hann hafi ekki lengur viljað vera fulltrúi líbískra stjórnvalda á alþjóðavettvangi.

Stjórnvöld í Líbíu vildu í kvöld ekki viðurkenna að Koussa hefði flúið og sögðu að hann  væri í Lundúnum í erindum líbískra stjórnvalda.  

En háttsettur bandarískur embætismaður sagði, að flótti Koussa væri afar mikilvægur og sýndi, að liðsmenn Gaddafis sæju nú sína sæng upp reidda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert