Innkalla þúsundir Benz-bifreiða

Bílar verða inkallaðir í Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Bílar verða inkallaðir í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Denis Balibouse

Þýski bílaframleiðandinn Daimler hefur ákveðið að innkalla tæplega 200.000 sportjeppabifreiðar í Þýskalandi og Bandaríkjunum vegna hugsanlegra galla í sjálfvirkum hraðastilli (e. cruise control). Lýsir gallinn sér þannig að undir vissum kringumstæðum slökknar ekki á hraðastillinum eins og á að gerast þegar að stigið sé á hemlafetil bifreiðarinnar.

Frá þessu segja samtök um umferðaröryggi þar ytra.

Um er að ræða bifreiðar af gerðinni Mercedes Benz M-Class sem framleiddir voru á árunum 2000 og 2004 að sögn umferðaryfirvalda í Bandaríkjunum. Um 50.000 bílar í Þýskalandi verða innkallaðir en 136.751 í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir gallann er hægt að slökkva á hraðastillinum með öðrum hætti og mögulegt er að slökkva á stillinum með því að stíga af miklum þunga á hemlafetil en það er ekki talið koma í veg fyrir að hætta stafi af gallanum.

Gert verður við gallann bifreiðareigendum að kostnaðarlausu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert