Hillary Clinton til Nuuk

Hillary Clinton ætlar að sækja utanríkisráðherrafund Norðurheimskautsráðsins í Nuuk í …
Hillary Clinton ætlar að sækja utanríkisráðherrafund Norðurheimskautsráðsins í Nuuk í maí. Reuters

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun sækja ráðherrafund Norðurheimskautsráðsins sem haldinn verður í Nuuk á Grænlandi 12. maí næstkomandi. Grænlenska útvarpið KNR greinir frá þessu.

Utanríkisráðherrar átta landa hafa boðað komu sína á fundinn. Auk Hillary Clinton eru þeirra á meðal þau Kuupik Kleist frá Grænlandi, Lene Espersen frá Danmörku, Sergei Lavrov frá Rússlandi, Jonas Gahr Störe frá Noregi og Carl Bildt frá Svíþjóð. Í fréttinni er ekki minnst á utanríkisráðherra Kanada né Íslands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert