Sakaði sænskar konur um að gera sér upp nauðganir

Stokkhólmur.
Stokkhólmur.

Vassilios Bakalis, yfirmanni efnahags- og viðskiptamála hjá gríska sendiráðinu í Stokkhólmi, var skipað að snúa heim til Aþenu stuttu eftir tölvupóstur sem hann hafði skrifað var birtur þar sem hann sakar sænskar konur um að setja fram falskar ásakanir um nauðganir í hagnaðarskyni.

Sagði hann í tölvupóstinum sem sjónvarpsstöðin TV4 birti að Svíar ættu að skammast sín fyrir hegðun sænskra kvenna sem eru í fríi hvar sem er í heiminum og með erlendum ríkisborgaranum í Svíþjóð.

„Fjölmargir leigubílstjórar í Stokkhólmi hafa varað mig við að taka ekki drukknar sænskar konur með mér heim til mín þar sem það eru miklar líkur á að þær muni fara í mál við mig til að fá tryggingafé eftir að þær vakna um morguninn og gera sér grein fyrir hver ég er,“ sagði Bakalis.

Tölvupósturinn var svar við reiðilegum skilaboðum sem Bakalis höfðu borist í kjölfar frétta af því að grísk yfirvöld hafi ákveðið að ákæra ekki í máli sænskrar konu sem hélt því fram að henni hefði verið nauðgað í fríi á grísku eyjunni Samos árið 2008.

Þrátt fyrir að konan hafi verið rannsökuð á sænsku sjúkrahúsi skömmu eftir nauðgunina og læknar hafi staðfest að hún hafi orðið fyrir alvarlegri kynferðisárás, hafa grísk yfirvöld ákveðið að ákæra hana fyrir ljúgvitni og rógburð.

Tveir sænskir lögfræðingar konunnar skrifuðu fyrr í þessari viku opið bréf þar sem þeir sökuðu Grikki um að brjóta Mannréttindasáttmála Evrópu. Bentu þeir á að yfirvöld í Grikklandi hefðu að stærstum hluta byggt ákvörðun sína um að ákæra konuna á þeim forsendum að konur frá Skandinavíu gerðu sér oft upp nauðganir.

Samkvæmt frásögnum fjölmiðla bendir ákvörðunin um að ákæra konuna og yfirlýsing Bakalis til þess að þær ranghugmyndir séu til staðar í Grikklandi að fólk í Skandinavíu geti keypt sér nokkurs konar „nauðgunartryggingu“ og að það verði til þess að rangar ásakanir um nauðganir komi fram í því skyni að fá hana greidda út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
72 fm íbúð til leigu
Gullfalleg íbúð á Ásvallagötu 82, 101 Reykjavík. Íbúðin er 64 fm ásamt 10 fm gey...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...