Frakkar og Ítalir senda hernaðarráðgjafa til Líbíu

Uppreisnarmaður í Líbíu gengur fram hjá ónýtum skriðdreka í við …
Uppreisnarmaður í Líbíu gengur fram hjá ónýtum skriðdreka í við Ajdabiyah í Líbíu. Reuters

Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að senda herforingja til Líbíu þar sem þeir munu veita uppreisnarmönnum í landinu ráð í baráttunni við hersveitir Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga.

Frönsk yfirvöld segja að tæplega 10 herforingjar verði sendir til landsins. Að sögn ítalskra yfirvalda verða ráðgjafarnir 10 talsins.

Í gær greindu bresk stjórnvöld frá því að þau myndu senda svipað teymi  til Benghazi.

Sameinuðu þjóðirnar hafa greint frá því að sveitir Gaddafis hafi notað klasasprengjur í átökunum í borginni Misrata. SÞ segir að hersveitirnar hafi mögulega gerst sekar um alþjóðlega glæpi.

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að fréttir hafi borist af því að ein klasasprengja hafi sprungið um nokkur hundruð metra frá sjúkrahúsi í Misrata. Þá hafi einnig borist fréttir af því að eldflaugum hafi verið skotið á a.m.k. tvær heilsugæslustöðvar. Einnig að leyniskyttur hafi skotið á þær úr launsátri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert