Krossfestingar á Filippseyjum

Hefð hefur skapast fyrir því á Filippseyjum að líkja eftir …
Hefð hefur skapast fyrir því á Filippseyjum að líkja eftir krossfestingu Jesú Krists á föstudaginn langa. Reuters

Hundruð manna tóku þátt í sviðssetningu á Filippseyjum í dag þar sem líkt var eftir krossfesting Jesú Krists á föstudaginn langa fyrir nærri 2000 árum. Kaþólska kirkjan stendur traustum fótum á Filippseyjum, en hún hefur hvatt fólk til að láta af þessu athæfi.

Hefð hefur skapast fyrir því að krossfesta menn eða húðstrýkja til blóðs á Filippseyjum á föstudaginn langa. Þeir sem gangast undir pyntingarnar gera það af fúsum og frjálsum vilja til að minnast krossfestingar Krists.

Kaþólska kirkjan er öflug á Filippseyjum. Kirkjan hefur latt fólk til að minnast atburða föstudagsins langa með svo bókstaflegum hætti og gagnrýnt þá sem setja atburðina á svið að gera það til að laða að ferðamenn í ágóðaskyni.

Ruben Enaje var elstur þeirra sem krossfestir voru í morgun, en hann er fimmtugur. Hann sagði þetta vera í 25. skipti sem hann lét krossfesta sig. Enaje kvaðst vera að þakka Guði fyrir að hann slapp óskaddaður úr slysi með því að láta krossfesta sig.

„Ég mun halda þessu áfram svo lengi sem ég get,“ sagði Enaje við fréttamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert