Liðhlaupar nasista heiðraðir í Vín

Adolf Hitle heldur ræðu árið 1937 í Þýskalandi.
Adolf Hitle heldur ræðu árið 1937 í Þýskalandi. mbl.is

Borgarráð Vínarborgar í Austurríki ætlar að reisa minnisvarða til heiðurs þeim hermönnum sem gerðust liðhlaupar úr her Adolfs Hitler. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar í borginni minnisvarðinn mun standa, en margir vilja reisa hann á Hetjutorginu, Heldenplatz, þar sem fleiri stríðsminnisvarðar standa.

Það var á því torgi sem Hitler, sem fæddist í Austurríki, hélt ávarp árið 1938 þegar Austurríki var innlimað í Þýskaland. Fréttaritari BBC í Vín, Bethany Bell, segir að Austurríkismenn sú smám saman að horfast í augu við sögu nasismans í landinu. Tvö ár eru liðin síðan austurríska þingið samþykkti að greiða þeim hermönnum bætur sem voru dæmdir fyrir liðhlaup af nasistum.

Baráttumenn fyrir minnisvarða um þessa hermenn segja að það sé löngu orðið tímabært að hann sé reistur, of lengi hafi verið litið hjá sögu liðhlaupanna í austurrísku samfélagi.  „Víða í Austurríki hafa liðhlaupar enn á sér þann stimpil að þeir séu svikarar, aumingjar og beri jafnvel ábyrgð á dauða félaga sinna. Minnisvarði, og ekki síst opinber umræða í kringum reisn slíks minnisvarða, gæti orðið til þess að breyta þessu," segir sagnfræðingurin Thomas Geldmacher. Hann áætlar að á bilinu 15.000 og 20.000 Austurríkismenn hafi hlaupist undan merkjum í her Hitlers, flestir á síðustu dögum heimsstyrjaldarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka