Trump ekki hæfur til herþjónustu

Donald Trump
Donald Trump Reuters

Kaupsýslumaðurinn Donald Trump slapp við að gegna herþjónustu í Víetnam af heilsufarsástæðum, en ekki vegna þess að hann hefði ekki fengið kvaðningu, eins og Trump hefur haldið fram í viðtölum.

Trump, sem veltir fyrir sér forsetaframboði, setti fram fullyrðingar um að Obama forseti væri ekki fæddur í Bandaríkjunum, en þetta varð til þess að Obama birti fæðingarvottorð sitt.

Í framhaldinu hafa verið birt gögn um hvers vegna Trump gegndi aldrei herþjónustu. Reglurnar í Bandaríkjunum voru þannig að mönnum var úthlutað tölum og þeir sem fengu háar tölur voru ólíklegir til að fá herkvaðningu. Trump sagði í viðtölum að hann hefði fengið mjög háa tölu og þess vegna aldrei verið sendur til Víetnam.

Gögnin sýna hins vegar að Trump var hafnað vegna þess að hann var líkamlega ekki talinn hæfur til að gegna herþjónustu. Í umsóknareyðublaði, sem Trump undirritaði í júní 1964, kemur fram að hann sé með fæðingarbletti á báðum hælum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert