Vill norska herinn út úr Líbíu

Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins í Noregi.
Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins í Noregi. Reuters

Kristin Halvorsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins í Noregi og menntamálaráðherra Noregs, segir að Norðmenn muni draga herþotur sínar frá Líbíu eftir sex vikur, en þá hafa þær verið í landinu í þrjá mánuði.

Þetta sagði Halvorsen á landsfundi Sósíalistaflokksins í dag og frá þessu segir á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten.

Hún sagði að Norðmenn myndu áfram styðja aðgerðir Sameinuðu þjóðanna í Líbíu, en það yrði með öðrum hætti.

„Það er ekki sanngjarnt að lítið land eins og Noregur skuli leggja til herafla lengur en í þrjá mánuði,“ sagði Halvorsen.

Hún sagði að þetta þýddi ekki að Norðmenn myndu draga sig út úr öllum aðgerðum. „En við þurfum ekki alltaf að vera með í öllu.“

Hún sagðist hafa haft nokkrar áhyggjur af því hvernig mál hafa þróast í Líbíu og nefndi í því samhengi þegar sprengjum var varpað á heimili sonar Gaddafis Líbíuforseta.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert