Konungar Sáda opnar kvennaháskóla

Abdullah, konungur Sádí-Arabíu.
Abdullah, konungur Sádí-Arabíu. HO

Abdullah, konungur Sádí-Arabíu, opnaði í dag nýjan kvennaháskóla sem verður sá stærsti í landinu. Strangur aðskilnaður er á milli karla og kvenna í landinu.

Stendur skólinn á 8 milljón fermetra lóð utan við höfuðborgina Rihad og verður pláss fyrir 50 þúsund námskonur í fimmtán deildum skólans. Auk þess er boðið upp á svefnaðstöðu fyrir 12.000 nemendur og 700 rúma sjúkrahús.

Þá gerir skipulag fyrir að engir bílar verði á svæðinu en þeirra í stað verður léttlest og rafmagnsbílar til að ferðast á milli staða á háskólalóðinni. Sólarrafhlöður munu sjá skólanum fyrir um 18% af raforkuþörf vegna loftkælingar.

Konur í háskólum í Sádí-Arabíu eru aðskildar frá karlmönnunum með háum veggjum og lokuðum hliðum og flytja karlkyns kennarar fyrirlestra sína í gegnum fjarfundarbúnað.

Ögraði konungurinn öfgamönnum árið 2009 þegar hann opnaði eina blandaða háskóla landsins norður af borginni Jeddah.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert