AGS veitir Írum lán

Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Írum 1,58 milljarða evra (um 260 milljarðar kr.) neyðarlán.

Sjóðurinn segir í yfirlýsingu að Írland glími nú við mestu efnahagskreppu í sögu þjóðarinnar. 

Lánið er hluti af 85 milljarða evra (14.000 milljarða kr.) björgunarpakka sem Evrópusambandið hefur samþykkt að veita Írum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert