Fögnuðu mótmælabanni

Frá mótmælunum í Madrid.
Frá mótmælunum í Madrid. Reuters

Þúsundir mótmælenda í Madrid fögnuðu ákaft þegar 48 klukkustunda bann við mótmælum tók gildi á miðnætti.

Mótmælendur mótmæla ráðaleysi stjórnvalda gagnvart atvinnuleysi í landinu sem nú er yfir 20%.

Slagorð eins og „Nú erum við ólögleg“ og „Sameinuð verðum við aldrei yfirbuguð“ voru áberandi í göngunni í kvöld.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á Spáni um helgina, en mótmælin hófust í tengslum við kosningarnar.

Mótmælendur hafa vísað til búsáhaldabyltingarinnar á Íslandi en einnig mótmælanna í Arabalöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert