Um 500 flug felld niður

Tafir urðu einnig á flugvellinum í Gautaborg í Svíþjóð í …
Tafir urðu einnig á flugvellinum í Gautaborg í Svíþjóð í dag, en þar beið m.a. hún Nina Kolbe eftir upplýsingum um flugið sitt. SCANPIX

Flugfélög í Evrópu hafa í dag fellt niður um 500 flugferðir vegna öskuskýja frá eldgosinu í Grímsvötnum. Hefur gosið haft áhrif á ferðir þúsunda flugfarþega. Mest truflun hefur orðið vegna flugs frá völlum á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum, einkum í Noregi og Danmörku.

Fjölmörg flugfélög hafa orðið að fella niður ferðir eða fresta þeim, eins og Ryanair, British Airways, KLM og Easyjet. Samkvæmt nýjustu öskudreifingarspám gæti flug raskast í auknum mæli á meginlandi Evrópu, allt til Spánar.

Búist er við áframhaldandi truflun á flugumferð í Evrópu á morgun, eins og í Skotlandi og norðurhluta Englands.

Þá tilkynntu flugmálayfirvöld í Þýskalandi í kvöld að loka þurfi flugvöllum í norðurhluta landsins á morgun vegna öskumisturs frá Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert