Fóru um borð í olíuborpall

Grænfriðungar við Leiv Eiriksson. Myndin er tekin af vef Greenpeace.
Grænfriðungar við Leiv Eiriksson. Myndin er tekin af vef Greenpeace.

Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace fóru í morgun um borð í olíuborpallinn Leiv Eriksson, sem er við tilraunaboranir við vesturströnd Grænlands utan við Nuuk.

Esperansa, skip Grænfriðunga, hefur fylgst með pallinum frá því hann kom til Grænlands fyrir viku. Félagar í samtökunum sigldu í gúmbátum frá skipinu,  framhjá danska varðskipinu Vædderen að pallinum og klifruðu um borð. 

Eru tveir Grænfriðungar nú í björgunarhylki, sem fest hefur verið við borpallinn.

Markmiðið með aðgerðunum er að koma í veg fyrir áform skoska olíufélagsins Cairn Energy um að bora eftir olíu við Grænland.

Leiv Eiriksson á að bora eftir olíu á svæði sem nefnist Atammik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert