Fóstureyðingar aukast um þriðjung

mbl.is/Ómar

Fjöldi fóstureyðinga hjá breskum konum á aldrinum 40 til 50 ára hefur hækkað um þriðjung á undanförnum áratug samkvæmt nýjum tölum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt voru 8.179 fóstureyðingar framkvæmdar á síðasta ári hjá konum á þessum aldri.

Sérfræðingar segja að þetta bendi til þess að breskar konur stundi kynlíf í meira mæli þegar þær eru komnar á þennan aldur en áður. Þá haldist þetta í hendur við þá þróun að hjónaskilnuðum hafi fjölgað í Bretlandi á síðustu árum og fjöldi einstæðra kvenna aukist sem aftur séu mun líklegri til þess að eiga í skammvinnum samböndum eða stunda kynlíf án skuldbindinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert