Kona handtekin fyrir að aka bíl

Reuters

Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa ákveðið að sleppa úr haldi konu sem var dæmd í 10 daga fangelsi fyrir að aka bíl. Konur mega ekki aka bíl í hinu íhaldsama konungsríki á Arabíuskaga.

Manal al-Sharif, sem er 32 ára tölvufræðingur, var handtekin eftir að hún setti myndskeið á YouTub sem sýndi hana aka bíl í borginni Khobar. Í myndskeiðinu útskýrir hún að það sé ekki auðvelt að komast leiðar sinnar í Saudi-Arabíu þar sem konur þurfi að treysta á að karlar í fjölskyldu þeirra aki þeim.

Sharif hafði skorað á Abdullah, konung Saudi-Arabíu, að sleppa henni. Á facebook hafði verið sett upp síða sem bar yfirskriftina „Við erum öll Manal al-Sharif“. Um 24 þúsund manns höfðu skráð sig á síðuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert