Eldgos í Síle

Eldgos hófst í Puyehue eldfjallinu í Síle í kvöld og hafa um 3500 manns, sem búa nálægt fjallinu, verið flutt á brott.

Jarðvísindastofnunin í Síle sagði að gosið hefði hafist með sprengingu og náði gosmökkurinn 10 km hæð.

Puyehue er  870 km suður af höfuðborginni Santiago. Síðasta stóra gos úr fjallinu var árið 1960. Það kom í kjölfar stærsta jarðskjálfta sem mælst hefur en hann var 9,5 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert