Danir vilja brotamenn úr landi

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn Ómar Óskarsson

Danska ríkisstjórnin vill vísa öllum útlendum afbrotamönnum úr landi, án tillits til eðlis afbrota þeirra eða lengdar dóma. Þetta kemur fram í tillögu Søren Pind samþættingarráðherra sem danska þingið fjallar um þessa dagana.

Einu undantekningarnar frá reglunni eiga að vera ef brottvísun brýtur „örugglega“ í bága við alþjóðlega samninga, þá verður brottvísunin skilyrt, að því er dagblaðið Information greinir frá.  Blaðið segir að tillagan njóti stuðnings meirihluta þingmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert