Blár Strumpabær í Malaga á Spáni

Stumpabær á Spáni.
Stumpabær á Spáni. mbl.is

Alþjóðlegi Strumpadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 25. júní næstkomandi. Hvítu húsin í andalúsíska þorpinu Júzcar í Málaga hafa öll verið máluð blá en Kvikmyndafyrirtækið Sony mun taka upp næstu Strumpakvikmynd i bænum.

Skapari Strumpanna, belgíski teiknimyndahöfundurinn Pierre Culliford var fæddur þennan dag árið 1928 en hann lést árið 1992, þá 64 ára gamall. 

Forsvarsmönnum kvikmyndafyrirtækisins Sony langaði að búa til alvöru Strumpaþorp og leituðu um allan heim að rétta staðnum. Fyrir valinu var Júzgar, lítið þorp í Malaga sem passaði fullkomlega við hugmyndir þeirra um alvöru Strumpaþorp. 

Þorpið er nú alþakið blárri málningu en fulltrúar Sony hafa heitið því að koma öllu í fyrra horf eftir frumsýningu myndarinnar. 

 Heilmikil dagskrá og allskyns viðburðir verða í þorpinu tengdir frumsýningu myndarinnar og öll hótel á svæðinu eru uppbókuð vegna áhuga ferðamanna á Strumpaþorpinu. Mörg börn þorpsins áætla að klæða sig og mála sig sem litlir Strumpar og Strympur.  

 Nýja mundin verður heimsfrumsýnd í þrívídd þann 10. ágúst næstkomandi og skartar Ladda sem Kjartani Galdakarli en raddir Strumpanna verða meðal annars í höndum Ævars Þórs Benediktssonar, Atla Rafns Sigurðarsonar, Þrastar Leós Gunnarssonar og Kjartans Guðjónssonar. Jóhanna Guðrún mun leika Strympu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert