Sektaður fyrir að slá sel í útrýmingarhættu

Landselur.
Landselur. bb.is

Cameron Cayaban 19 ára maður fékk 100 dollara sekt fyrir að snerta sel í útrýmingarhættu við strendur Hawaii. Játaði hann sekt sína við alríkisdómstól fyrir að áreita, meiða og elta dýr í útrýmingarhættu.

Cayaban var kærður fyrir að slá til selsins sem heitir Kermit á meðan selurinn var að synda í sjóinn frá Kalaeloa ströndinni í Hawai í mars síðastliðnum. 

Lögmaður Cayaban sagði að unglingurinn hefði aldrei séð sel og hafi viljað  snerta hann og hlaupið síðan til hans í þeim tilgangi. Vitni á ströndinni tilkynnti tilvikið til herlögreglunnar á svæðinu. 

Sjá frétt í Australian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert