Gaddafi komi ekki að friðarviðræðum

Moammar gaddafi, einræðisherra Líbíu.
Moammar gaddafi, einræðisherra Líbíu. Reuters

Afríkubandalagið fagnaði í dag þeirri ákvörðun Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, að taka ekki þátt í viðræðum um frið eftir fjögurra mánaða átök í landinu á milli liðsmanna hans og uppreisnarmanna.

Sá orðrómur hefur verið uppi að undanförnu að Gaddafi kunni að vera að velta fyrir sér að yfirgefa Tripoli höfuðborg Líbíu og að uppreisnarmenn gætu sætt sig við að hann yrði í eins konar útlegð á afskekktum stað í landinu.

Talsmaður Gaddafi fullyrti hins vegar í dag að hann hefði engar fyrirætlanir um að fara frá völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert