Átök í mótmælum í Jórdaníu

Átök brutust út í mótmælum í Jórdaníu í dag.
Átök brutust út í mótmælum í Jórdaníu í dag. Reuters

16 særðust í átökum í borginni Amman í Jórdaníu í dag. Á meðal særðra voru lögreglumenn og fréttamenn en átök brutust út í mótmælagöngu á milli stjórnarandstæðinga og stuðningsmanna stjórnarinnar. 

Lögreglan notaði kylfur til að stöðva átökin en níu fréttamenn særðust í við aðgerðir lögreglu. Þeir voru skýrlega merktir sem fjölmiðlamenn og stóðu utan við átökin. Þá særðust sjö lögreglumenn í átökunum.

Um 2000 mótmælendur manns gengur frá Al-Husseini moskunni til ráðhúss borgarinnar en þar mættu þeir hrundruðum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar.

Mótmæli hafa farið vaxandi í Jórdaníu en þau fyrstu hófust í janúar. Mótmælendur krefjast breytinga á ríkisstjórn auk þess sem þeir vilja binda enda á spillingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert