Downs hverfandi í Danmörku

Danir velja í vaxandi mæli að eyða fóstrum með Downs-heilkennið. Ef þróunin heldur svona áfram munu síðustu einstaklingar með heilkennið fæðast í kringum árið 2030, að því er fram kemur í sunnudagsblaði Berlingske. Frá þessu segir á vef Dagens nyheter.

Frá árinu 2004 hefur fjöldi barna fædd með Downs-heilkennið lækkað um 13% á hverju ári.

Margir spyrja sig því hvernig framtíðin verður - mun þróunin verða hin sama fyrir börn með sykursýki, bendir móðir barns með Downs-heilkennið á. 

Læknir á kvenna- og fæðingardeild við háskólasjúkrahúsið í Århus þykir þróunin merkileg en tekur fram að það sé skoðun fræðimannsins. Persónulega þykir honum skemmtilegra ef einstaklingar eru ólíkir. Siðaráð Danmerkur hefur fjallað um vandamál er tengjast fósturgreiningu í skýrslu árið 2009. Ein þeirra sem sitja í ráðinu segir að kostir og gallar séu við fósturgreiningar. Hún segir hins vegar að mikilvægt sé að umræða um hvar mörkin liggja eigi sér stað í samfélaginu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert