Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð

Jonas Gahr Stoere utanríkisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Stoere utanríkisráðherra Noregs. REUTERS

Ísland, Noregur og Liechtenstein munu veita Grikkjum þá  fjárhagsaðstoð sem áætlað var að greiða út í maí síðastliðnum, að sögn Jonas Gahr Stoere, utanríkisráðherra Noregs.

Löndin eru ekki í Evrópusambandinu en eru aðilar að EES-samningnum. Í því ljósi ber þeim löndum að veita löndum í Evrópusambandinu fjárhagsaðstoð til að stuðla að jafnvægi innan landa Evrópusambandsins. 

Greiðslum var frestað í maí síðastliðnum þar sem Grikkland uppfyllti ekki settar kröfur um stöðu ríkisfjármála. 

 „Frá og með 5. ágúst hefur staðan verið endurmetin vegna þeirra aðhaldsaðgerða sem hafa verið samþykktar í Grikklandi, “ sagði Störe eftir fund með Stavros Lambrinidis, utanríkisráðherra Grikkja.

Lambrinidis var þakklátur og taldi að ráðstöfunin væri tákn um traust á efnahagsbata gríska hagkerfisins. 

Framlagið verður greitt út í ágúst eða september fyrir tímabilið 2009-2014 og verður samtals að andvirði 10,3 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert