Enn er skotið á Yeonpyeong

Suðurkóresk fréttastöð greindi frá því að Norður-Kóreumenn hefðu aftur skotið í átt að suðurkóresku eyjunni Yeonpyeong. Atvikið virðist hafa átt sér stað við heræfingar og skutu Suður-Kóreumenn til baka.

Ekki er vitað hvort kúlan lenti innan landamæra Suður-Kóreu.

Norður-Kóreumönnum skutu einnig á eyjuna í nóvember í fyrra. Þá létust fjórir, þar af voru tveir óbreyttir borgarar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert