Breivik vill vera viðstaddur réttarhaldið

Anders Behring Breivik.
Anders Behring Breivik. SCANPIX NORWAY

Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns í Útey og Osló í Noregi, krefst þess að vera viðstaddur allt réttarhaldið yfir honum.

Sá möguleiki hefur verið ræddur að Breivik svari spurningum lögmanna og dómara án þess að hann sé viðstaddur réttarhaldið, en að því er fram kemur í norska blaðinu VG í Noregi hefur Breivik hafnað þessu. Hann er sagður óánægður með einangrunina í fangelsinu og vilji fá að vera viðstaddur allt réttarhaldið.

Breivik var úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald. Hann mun koma fyrir dómara nk. mánudag, en samkvæmt norskum lögum mega ekki líða meira en fjórar vikur frá því að gæsluvarðhaldsfangi er úrskurðaður í einangrun þangað til hann kemur aftur fyrir dómara.

Christian Hatlo saksóknari segir í samtali við VG að hann muni óska eftir að Breivik verði úrskurðaður í lengri einangrunarvist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert