11 ára óeirðaseggur og tunnuþjófur

Lögreglan í Manchester auglýsir eftir upplýsingum um óeirðarseggi á risastórum ...
Lögreglan í Manchester auglýsir eftir upplýsingum um óeirðarseggi á risastórum veggspjöldum. Reuter

Ellefu ára drengur var í dag dæmdur til samfélagsþjónustu fyrir að hafa tekið ruslatunnu ófrjálsri hendi í óeirðunum sem brutust út í Lundúnum fyrr í mánuðinum en hann er yngsti sakborningurinn sem hefur hlotið dóm vegna þátttöku sinnar í óeirðunum.

Drengurinn stal ruslatunnunni, sem kostar um 55 evrur eða níu þúsund krónur, úr gluggaskreytingu Debenhams-verslunar í hverfinu Romford 8. ágúst síðastliðinn eftir að gengi óeirðaseggja hafði brotið rúður verslunarinnar.

Lögreglumaður stóð hann að verki en við dómsúrskurðinn sagði dómarinn að hann liti brotið afar alvarlegum augum.

„Ef þú værir aðeins eldri hefðirðu endað í fangelsi,“ sagði dómarinn við piltinn. „Þú þarft að skilja það að þú kemst ekki upp með að fremja brot af þessu tagi.“

Í dómnum sem pilturinn hlaut felst meðal annars að staðaryfirvöld munu úrskurða um hvar hann verður látinn dvelja næstu sex mánuði.

Nokkrum dögum áður en óeirðirnar brutust út hafði lögregla afskipti af drengnum eftir að hann risti göt á sætisáklæði í strætó og reyndi að kveikja í svampfyllingunni.

Alls hefur lögreglan í Lundúnum handtekið 2.124 einstaklinga í kjölfar óeirðanna og 1.221 hefur verið ákærður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
Coleman fellihýsi með fortjaldi
Til sölu Coleman fellihýsi árg. 1996 með fortjaldi. Hýsið er í ágætu standi. Nýr...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...