Evran meira en bara gjaldmiðill

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ítrekaði stuðning sinn við evruna í ræðu sem hún flutti í gær, í kjölfar þess að þýski stjórnlagadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn hennar hefði verið heimilt að koma evruríkjum í erfiðleikum til aðstoðar en yrði þó að hafa fullt samráð við þýska þingið.

Merkel sagði að evran væri miklu meira en bara gjaldmiðill. „Ríki sem deila sameiginlegum gjaldmiðli heyja ekki stríð gegn hvort öðru. Þannig er evran miklu, miklu meira en bara gjaldmiðill.“

Frá þessu er greint í viðskiptablaðinu Financial Times Deutschland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert