Tala látinna komin í 21

Starfsmenn breska sendiráðsins í Kathmandu, höfuðborg Nepal, virða fyrir sér …
Starfsmenn breska sendiráðsins í Kathmandu, höfuðborg Nepal, virða fyrir sér skemmdir sem urðu á sendiráðinu. Reuters

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytum Indlands og Nepal er tala látinna í jarðskjálftanum sem átti sér stað í grennd við landamæri ríkjanna í gær komin í 21. Þar af létust 14 í Indlandi og sjö í Nepal sem vitað er um.

Þá hafa yfir 90 manns orðið fyrir meiðslum í Indlandi vegna skjálftans samkvæmt fréttavef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, en hann var 6,9 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert