Ferðamaður myrtur í Afganistan

Þýskur ferðamaður var í dag skotinn til bana í Afganistan ásamt afgönskum vini sínum. Tveir afganir eru særðir en hópur vopnaðra manna réðst á mennina.

Árásin átti sér stað í Ghor-héraðinu í Afganistan. Fyrr í mánuðinum fundust lík tveggja þýskra ferðamanna sem var saknað eftir að þeir fóru í fjallgöngu skammt norðan við Kabúl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka