Bannað að banna umskurn

Deilt er um lögmæti þess að láta umskera börn.
Deilt er um lögmæti þess að láta umskera börn. CHERYL RAVELO

Ríkisstjórinn í Kaliforníu undirritaði á sunnudag lög sem banna borgar- og sveitarstjórnum í ríkinu að setja á bann við umskurn drengja. Hópur aðgerðarsinna í San Francisco hafði vonast til að kosið yrði um tillögu þess efnis. Hafa trúarhópar lofað ákvörðun ríkisstjórans Jerrys Browns.

Fyrr á þessu ári safnaði hópur sem telur að umskurn sé misnotkun á kynfærum barna sem samþykkt sé af samfélaginu sjö þúsund undirskriftum sem krafist er til þess að hægt sé að kjósa um tillögur í ríkinu í almennri atkvæðagreiðslu. Segja meðlimir hópsins að umskurn ætti að vera val einstaklingsins en ekki foreldra.

Hefði tillaga þeirra gert umskurn barna ólöglega í San Francisco nema þegar nauðsyn krefði af læknisfræðilegum ástæðum. Í júlí komst hins vegar dómari að þeirri niðurstöðu að að slíkt bann bryti gegn lögum ríkisins sem bannar sveitarstjórnum að setja lög um læknisaðgerðir.

„Lögin staðfesta að sveitarstjórnirnar geta ekki svipt foreldra réttinum til þess að taka læknisfræðilega og trúarlegar ákvarðanir fyrir börnin sín,“ segir Abby Porth frá samtökum gyðinga í Kaliforníu. Umskurn er algeng á meðal gyðinga og múslíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert