Leggja mat á hungursneyð N-Kóreu

Norður-kóreskir hermenn við landamæragæslu í þorpinu Panmunjom.
Norður-kóreskir hermenn við landamæragæslu í þorpinu Panmunjom. Reuters

Yfirmaður Þróunaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, Valerie Amos, kom til Norður-Kóreu í dag þar sem ætlunin er að leggja mat á þörf kommunistaríkisins fyrir matvælaaðstoð.

Varautanríkisráðherra Norður-Kóreu tók á móti henni á flugvellinum í Pyonyang að sögn þarlendra ríkisfjölmiðla. Alvarleg hungursneyð kom upp í Norður-Kóreu á 10. áratugnum með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda létust. Allar götur síðan hefur landið að hluta verið háð utan að komandi matvælaaðstoð.

Framlag ríkja til þess hluta matvælaaðstoðar SÞ sem snýr að N-Kóreu hefur hinsvegar dregist saman vegna kergju í samskiptum við landið, m.a. vegna stefnu yfirvalda í kjarnorku- og loftskeytamálum. Suður-Kórea hætti til dæmis árlegum hrísgrjóna- og áburðarsendingum sínum til nágrannalandsins árið 2008.

Fyrr á þessu ári óskuðu Bandaríkin hinsvegar aðrar þjóðir um að taka þátt í aukinni neyðaraðstoð í N-Kóreu vegna vaxandi hungursneyðar, en ágreiningur ríkir um hve mikil þörfin er. SÞ hafa áætlað að um 6 milljónir N-Kóreubúa þurfi sárlega á mat að halda. Yfirvöld í S-Kóreu eru hinsvegar efnis og telja að nágrannarnir í norðri vilji safna upp varaforða til að geta slegið til veislu á næsta ári, þegar 100 ár verða liðin frá fæðingu Kim Il-Sung. Ríkisstjórnir margra landa hafa einnig lýst áhyggjum af því að matvælaaðstoðin muni renna beint til n-kóreskra hermanna, sem eru 1,1 milljón talsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert