Merkel kvartar undan Frökkum

Leiðtogar tveggja stærstu hagkerfa Evrópu, Angela Merkel, kanslari Þýskalands og …
Leiðtogar tveggja stærstu hagkerfa Evrópu, Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands, eru ekki sammála um lausn við vanda evrusvæðisins. Reuters

Angela Merkel kanslari Þýskalands kvartaði undan því að Frakkar gefi ekkert eftir í samningaviðræðum um lausnir við skuldavanda Evrusvæðisins. „Frakkarnir haggast ekki," fullyrðir þýska dagblaðið Bild að Merkel hafi sagt eftir síðasta fund með Nicolas Sarkozy.

Talsmaður kanslarans neitar því hinsvegar að hún hafi látið nokkur slík orð falla. Leiðtogar Evrópusambandsins munu funda á sunnudag en undirbúningur viðræðnanna hefur litast af ágreiningi milli Frakklands og Þýskalands um ráðstafanir 440 milljarða evrusjóðsins.

Annar fundur hefur verið boðaður 25. október og virðist því ekki búist við því að nein niðurstaða náist á sunnudag. Talsmaður Merkel fullyrðir að ágreiningur við Frakkland sé ekki ástæða þess að framhaldsfundur hefur strax verið boðaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert