Krónprins Sádi-Arabíu látinn

Sultan bin Abdul Aziz krónprins Sádi-Arabíu.
Sultan bin Abdul Aziz krónprins Sádi-Arabíu. Reuters

Sultan bin Abdul Aziz, krónprins Sádi-Arabíu, er látinn, 86 ára að aldri. Bróðir hans, Nayef prins, sem er 78 ára, er þá næstur í röðinni til að taka við völdum af Abdullah konungi, sem er 87 ára.

Ríkissjónvarpið í Sádi-Arabíu tilkynnti um lát krónprinsins í morgun. Hann lengi átt við vanheilsu að stríða og verið langdvölum erlendis til að leita sér lækninga. Hann fór síðast til Bandaríkjanna um miðjan júní og gekkst þar undir aðgerð í júlí en engar tilkynningar voru birtar um líðan hans.

Krónprinsinn var hálfbróðir konungsins, sem sjálfur er á sjúkrahúsi í Riyadh, höfuðborg landsins, þar sem hann gekkst undir aðgerð á baki í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert