Tvöfalt meiri olía en talið var

Norskur olíuborpallur á Snorra-svæðinu í Norðursjó.
Norskur olíuborpallur á Snorra-svæðinu í Norðursjó.

Olíufundur Norðmanna sem tilkynnt var um undir lok síðast mánaðar er tvöfalt stærri en áður var talið. Olían fannst í landgrunninu í Norðursjó um 140 kílómetra vestur af Stafangri og voru rannsóknir framkvæmdar á svokölluðu Aldous Major South svæði.

Talið er að á Aldous Major South svæðinu sé nú að finna um 900-1.500 milljónir tonna af olíu en samkvæmt fyrri greiningu var talið að þar væri að finna á bilinu 400-800 milljónir tunna af olíu. Áður hefur verið tilkynnt að Aldous Major South svæðið og Avaldsnesvæðið liggi saman og þetta er því einn stór olíufundur segir í tilkynningu Statoil.

„Aldous/Avaldsnes er risafundur og einn af þeim stærstu sem hefur nokkurn tímann fundist á norsku landgrunni,“ er þar haft eftir Tim Dodson yfirmanni rannsóknasviðs Staoil. „Mat á magni olíunnar hefur verið aukið þar sem það staðfestir að það sér stöðug, mjög góð og þykk uppspretta í Aldous Major South.“

Nýjustu niðurstöðurnar voru fengnar með tilraunaborunum á olíusvæðinu. Það breiðir sig yfir 180 ferkílómetra og er mun dýpra en áður var talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert