70,8% Norðmanna vilja ekki í ESB

Aldrei hafa jafn fáir Norðmenn viljað ganga í ESB.
Aldrei hafa jafn fáir Norðmenn viljað ganga í ESB. Reuters

Einungis 18,6% Norðmanna vilja að Noregur gangi í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var á vegum dagblaðanna Klassekampen og Nationen og birt var í dag.

70,8% aðspurðra svöruðu spurningunni um hvort Noregur ætti að ganga í ESB neitandi og 10,6% voru óákveðin.

Aldrei hefur fylgi við inngöngu í Evrópusambandið mælst jafn lítið í Noregi, en skoðanakannanir undanfarin sex ára hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna vill standa fyrir utan sambandið.

Frétt á vefsíðu Nationen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert