Er kakkalakki sushi framtíðarinnar?

Er kakkalakkinn sushi framtíðarinnar?
Er kakkalakkinn sushi framtíðarinnar? mbl.is/Kristinn

Samkvæmt FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, innihalda skordýr afar mikið prótín og mörg þeirra eru stútfull af nauðsynlegum næringarefnum eins og járni, sinki og B-vítamíni. Enda er talið að 2,5 milljarðar jarðarbúa leggi sér skordýr til munns.

Hollenskir vísindamenn við háskólann í Wageningen hafa sýnt fram á að skordýr losa afar lítið af gróðurhúsalofttegundum, öfugt við nautgripi sem láta frá sér mikið magn slíkra lofttegunda með vindgangi. Þetta þykir vera umhugsunarefni fyrir matvælaframleiðendur.

Nanna Roos, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, sem rannsakar skordýr sem fæðugjafa í þróunarlöndunum, segir að neysla á skordýrum sé vistvæn á marga vegu. „Þau eru smá og vaxa hratt, þau borða það sem enginn annar vill og þau nýta næringuna mjög vel sér til vaxtar og viðhalds,“ segir hún á vefsíðu Berlingske Tiderne.

Nanna efast þó um að skordýr verði hluti af daglegri fæðu Vesturlandabúa á næstunni, en bendir á að nú borði fólk ýmislegt sem það lagði sér ekki til munns fyrir nokkrum árum síðan, þar á meðal hráan fisk vafinn inn í þang, öðru nafni sushi.

Frétt Berlingske Tiderne

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert