Ungir Grikkir leita annað

Ástandið í efnahagsmálum Grikklands hefur orðið til þess að ungt fólk flytur nú frá landinu til að leita sér að atvinnu annars staðar. Atvinnuleysi í Grikklandi mælist um 16% og ekki er útlit fyrir að sú tala lækki, alla vega í bráð.

Meðal þeirra sem eru að flýja ástandið er Aliki Katsoni sem er um þrítugt  en hún hefur ekki fengið starf í sínu fagi undanfarin sex ár, eða frá því hún kláraði nám sitt. Hún hefur reynt, en átt erfitt með, að láta enda ná saman með því að þjóna til borðs á veitingastað. „Ég verð að snúa mér annað, byrja upp á nýtt og leita eftir hamingjuríku lífi.“

Vaxandi áhyggjur eru af fólksflótta frá Grikklandi, sérstaklega að ungt og vel menntað fólk sæki í störf annars staðar. Og varla er á áhyggjur Grikkja bætandi enda um margt óljóst þessa daganna hvað verður í efnahagsmálum þjóðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert