Geldur varhug við árás á Íran

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Leon Panetta, geldur varhug við því að ráðast …
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Leon Panetta, geldur varhug við því að ráðast á Íran. Reuter

Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að hernaðarlegar aðgerðir gegn Íran gætu haft alvarlegar afleiðingar á svæðinu án þess að markmiðum um að stöðva kjarnorkuáætlun Írana yrði náð.

„Maður verður að gjalda varhug við óvæntum afleiðingum. Og þær afleiðingar felast ekki bara í því að takast ekki að fæla Íran frá fyrirætlunum sínum, heldur gætu þær haft alvarleg áhrif á svæðinu og á bandarískar hersveitir sem þar eru,“ sagði Panetta á blaðamannafundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert