Aðeins 14% Norðmanna vilja ESB

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Ný könnun norska ríkissjónvarpsins sýnir að aðeins 14% Norðmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 78,% aðspurðra höfnuðu því að Norðmenn gengju í ESB. 7,5% aðspurðra tóku ekki afstöðu. NRK segir að aldrei áður hafi mælst jafn lítill stuðningur við mögulega aðild Norðmanna að ESB og rekur það meðal annars til þess óróa sem hefur verið í Evrópu.

Frétt NRK

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert