Ítalía mun yfirstíga skuldavandann

Mario Monti er þess fullviss að Ítalía muni komast yfir …
Mario Monti er þess fullviss að Ítalía muni komast yfir skuldavandann sem nú steðjar að landinu. Reuter

Nýútnefndur forsætisráðherra Ítalíu segist fullviss um að landið geti yfirstigið skuldavandann sem það stendur nú frammi fyrir. Sagði hann nú fyrir stundu að hann myndi kynna nýja ríkisstjórn landsins á næstu klukkustundum.

„Ég er algjörlega viss um að landið okkar hefur það sem til þarf til þess að komast yfir þetta erfiða tímabil,“ sagði Monti nú undir kvöld, eftir tveggja daga fundahöld með stjórnmála-, viðskipta og verkalýðsleiðtogum.

Hann sagði verkalýðsleiðtoga hafa boðist til þess að færa fórnir í þágu þjóðarinnar.

„Allir sem ég hitti höfðu fullan og djúpan skilning á ástandinu. Ég fullvissa ykkur um að innan nokkurra klukkustunda mun ég leggja lokahönd á þá mynd sem þegar hefur verið rissuð upp,“ sagði ráðherrann enn fremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert