Undirbúa kynþáttastríð í Danmörku

Anders Behring Breivik veitir dönskum öfgamönnum innblástur
Anders Behring Breivik veitir dönskum öfgamönnum innblástur Reuters

Öfgafullir hægrimenn í Danmörku eru að búa sig undir kynþáttastríð og eru byrjaðir að sanka að sér vopnum og þjálfa liðsmenn til að taka þátt í slíku stríði, samkvæmt upplýsingum frá dönsku öryggislögreglunni, PET.

Segir í skýrslu PET um pólitískar öfgahreyfingar að lítill hluti öfgasamtaka hægrimanna taki þátt í undirbúningnum. Telur PET að norski fjöldamorðinginn, Anders Behring Breivik, sé fyrirmynd öfgamanna og hvetji þá til dáða en danska öryggislögreglan vann náið með starfssystkinum sínum í Noregi eftir árás Breivik í júlí.

„Það er okkar mat að þessi hluti öfgafullra hægrimanna sé að undirbúa sig undir kynþáttastríð í framtíðinni og sé reiðubúinn til þess að beita ofbeldi."

Frétt Berlingske Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert