Banna notkun 1.500 orða í SMS-um

Pakistanar geta bráðum ekki sent sms ef orðið tunga kemur …
Pakistanar geta bráðum ekki sent sms ef orðið tunga kemur fyrir í þeim. mbl.is/Jim Smart

Símafyrirtækjum í Pakistan hefur verið fyrirskipað að banna notkun um 1.500 orða í smáskilaboðum. Innihaldi skilaboð einhver orðanna munu þau ekki komast til viðtakandans.

Þrjú símafyrirtæki hafa fengið skipunina frá yfirvöldum: Mobilink, Warid og Telenor. Flest bannorðin þykja vera dónaleg eða kynferðisleg. Orðin eru t.a.m. samkynhneigð(ur), tunga, samfarir og smokkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert