Veiðiskáli Honeckers seldur á uppboði

Erich Honecker
Erich Honecker Af vef Wikipedia

Veiðiskáli fyrrverandi leiðtoga kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi á árunum 1971-89, Erichs Honeckers, var seldur á 3,4 milljónir evra, 543 milljónir íslenskra króna, á uppboði í dag. Var það hollensk hótelkeðja sem keypti skálann sem var metinn á 3,7 milljónir evra.

Veiðiskálinn er á rúmlega 14 hektarar landareign í 160 km fjarlægð frá Berlín. Stjórnendur hótelkeðjunnar, Van Der Valk, vonast til þess að fjölskyldur sem hafa áhuga á menningu héraðsins hafi áhuga á að leigja skálann.

Honecker stjórnaði Austur-Þýskalandi með harðri hendi í átján ár þar til flokkur hans kom honum frá völdum 18. október 1989, níu dögum eftir hrun Berlínarmúrsins. Hann var leiddur fyrir rétt í Berlín í nóvember 1992, sakaður um að bera ábyrgð á dauða flóttafólks sem skotið var til bana við landamærin að Vestur-Þýskalandi, en réttarhöldunum var hætt í janúar 1993 vegna heilsubrests Honeckers. Hann fór þá frá Berlín til Síle og dó þar úr lifrarkrabbameini í maí 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert