Hersveitir til Moskvu

Fjölmennar mótmælaaðgerðir voru í miðborg Moskvu í gærkvöldi.
Fjölmennar mótmælaaðgerðir voru í miðborg Moskvu í gærkvöldi. Reuters

Rússnesk stjórnvöld hafa sent hersveitir til Moskvu en öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna fjölmennra mótmælaaðgerða, sem voru í borginni í gær.

Þúsundir manna komu saman í miðborg Moskvu í gær og mótmæltu Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og flokki hans. Flokkurinn, Sameinað Rússland, vann nauman sigur í þingkosningum á sunnudag en fullyrt er að víða hafi brögð verið í tafli á kjörstöðum.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði, að markmið hersveitanna væri það eitt, að tryggja öryggi almennra borgara. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert