„Síðasta tækifæri“ Evrópu

Nicolas Sarkozy forseti Frakklands varaði við því í dag að Evrópa stæði frammi fyrir áður óséðri hættu vegna skuldavandræða evrusvæðisins. Hann sagði jafnframt að lykilfundur leiðtoga ESB sem fram undan er sé síðasta tækifærið til að leysa vandann.

„Aldrei áður hefur hættan verið meiri á því að Evrópa sundrist,“ sagði Sarkozy í ræðu sem hann flutti í Marseille í dag. „Við verðum að bregðast strax við. Því lengur sem við bíðum með að taka þessa ákvörðun, því meira mun það kosta okkur og því minni árangur mun hún hafa."

Hann bætti því við að ef ekki takist að ná samkomulagi á fundinum, sem hefst síðar í dag og stendur til morguns, verði tækifærin ekki fleiri. Evrópubúar hafi nú „nokkrar vikur“ til að bregðast við til bjargar evrusvæðinu. 

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert